Jæja mikið var þetta nú annars ágæt helgi í föðurhúsum. Pabbi eldaði góðan mat og við mamma kláruðum allt koníak sem til var í húsinu. Þetta koníaksþamb gerði það náttúrulega að verkum að við sáum okkur tilneyddar að tvista dálítið á stofugólfinu. Það voru dálítið skiptar skoðanir á því hver var að kenna hverjum hvað og hvor okkar væri nú flinkari dansari og það hvarflar ekki að mér að reyna að skera úr um það hér. Hitt er víst að við erum báðar betri en pabbi og það er alltaf viss sigur af því að hann er íþróttafíflið í fjölskyldunni ;-)
Á sunnudaginn hópaðist svo litli fomúluklúbburinn minn saman á Eggertsgötunni til að fylgjast með Indie. Úff hvað ég er orðin þreytt á þessum ljóta rauða fíat þarna. Jafnvel hörðustu Fíat aðdáendur eins og Elfa (sem sér yfirleitt bara rautt, greyið litla) er orðin hund leið á þessu. Ef næsta tímabil verður jafn leiðinlegt og þetta endar með því að formúluklúbburinn minn verður eins og hver annar saumaklúbbur þar sem bakkelsið skiptir mestu máli. Mínir menn stóðu sig náttúrulega með eindæmum illa og tókst að keyra saman. HEY STRÁKAR, ÞIÐ ERUÐ SAMAN Í LIÐI!!!! Hefði ekki verið nær að eyða orkunni í að keyra utan í stórabróður, kjána strákur.
Kolfinna fór í leikhús á meðan á formúlunni stóð og skemmti sér held ég mun betur en ég. Hún grét reyndar dálítið þegar hún hélt að ljóti andarunginn væri dáinn, hún er svo hrifnæm þessi elska......ekki hefur hún það nú frá mömmu sinni. Hún var svo uppveðruð af þessu öllu saman þegar hún kom heim að henni lá ekkert á að fara í háttin fyrr en hún var búin að rekja fyrir mig alla söguna. Hvað svo sem gagnrýnendur hafa sagt um þessa sýningu þá er greinilegt að hún hittir í mark hjá þeim sem hún var ætluð, börnunum.
Jæja, tvennt að lokum; Murtan er risin úr rekkju.....ógislega gaman að heyra í þér aftur og Elfa þú getur hætt að vera í fýlu :-Þ Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.