þriðjudagur, september 17, 2002

Nú nú, bara tvisvar á dag. Þetta skyldi þó aldrei ætla að verða ávanabindandi. Ekki hefur nú framtakssemin verið að drepa mann í dag. Hæst ber ferð í laugina og stafasúpa í kvöldmatinn. Alveg er það merkilegt hversu fimm ára gamalli dóttur minni getur þótt kraftsúpa góð bara ef hún heitir stafasúpa en ekki kraftsúpa. Skyr bragðast líka betur ef það heitir ævintýraskyr og brauð ef það heitir stubbabrauð. Hver þýddi annars teletubbies sem stubbana. Fremur bragðlítil og „uninspired“ þýðing, þeir eru svo augljóslega imbamallar.
Máski ég bregði mér á tónleika í kvöld, veit það ekki vel. Maður getur ekki innbirgt nema ákveðið magn af froðu á degi hverjum. Well, good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home