fimmtudagur, september 26, 2002

Það er dulítið mannskemmandi að vera háskólanemi. Það er vitaskuld þroskandi, gefandi og lærdómsríkt en það er líka mannskemmandi. Það er ákaflega lýjandi að vera komin á þrítugsaldur (vel á þrítugsaldur) og vera ennþá alltaf með allt niður sig. Fjármálin í klúðri og náminu aldrei sinnt eins og maður ætlaði. Þetta akademíska frelsi er stórhættulegt. Við verðum öll landeyður og vesalingar. Þessu til staðfestingar ætla ég að stinga af austur fyrir fjall og stimpla mig inn á hótel mamma um helgina. Fyrst þarf ég að fara í bankan og knúsa Völu í bankanum, annars yrði ég að hætta námi áður en ég klára gráðuna, Vala er góð kona. Og síðan ætla ég að lifa á foreldrum mínum um helgina, pabbi eldar áreiðanlega eitthvað gott. Er þetta ekki vesælt fyrir konu sem er, verum alveg hreinskilin, ekki á þrítugsaldri heldur alveg að verða þrítug. Úff og ullabjakk, hvaða væl er þetta eginlega... Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home