föstudagur, september 20, 2002

Du,du liegst mir im Herzen
du,du liegst mir im Sinn.
Du, du machst mir viel Schmezen
weist nicht wie gut ich dir bin
la la la la........
Og svo framvegis. Þetta sönglaði ég í nettum valstakti í gær þegar ég var að kenna Kolfinnu að dansa. Ég held við hljótum að hafa verið dásamleg sjón, svífandi um íbúðina, hún á tánum á mér í hefðbundnum (ekki enskum) vals. Það er nú sennilega orðum aukið að halda því fram að það sé mikið hægt að svífa um þessa tæplega 40 fermetra sem við mæðgur búum í en vitaskuld lokuðum við bara augunum og sáum fyrir okkur prúðbúnar meyjar og sveina í danssölum þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. Þessi kennslustund reyndist afar nytsamleg því þegar upp var staðið hafði krakkinn ekki aðeins numið grunnsporin í valsi (einn, tveir,þrír; einn, tveir, þrír) heldur var hún líka farin að söngla með þessari dillandi skemmtilegu, þýsku stemmu. Fyrsta tungumálalexían, ekki amalegt þegar maður er fimm ára. Næst er ég að hugsa um að kenna henni að beygja latneskar sagnir. Amo, amas, amat, amamus, amatis, amant (var þetta ekki einhvern vegin svona ;-). Mikið finnst mér þýska alltaf töff!!! Og í þeim anda.... Gute Nacht Westley, Ich werde dich warscheinlich morgen umbringen.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home