sunnudagur, september 22, 2002

Maður skildi alltaf fara varlega með efnablöndur. Dálítið „freak, henna accident“ og hárið á mér gengur ekki alveg heilt til skógar. Ég lít eiginlega út eins og fjöldamorðingi. Ekki að geðheilsa verði ráðin af háralit fólks en einhverra hluta vegna finnst mér þessi undarlegi litur minna á fjöldamorðingja. Héðan í frá verður eingöngu leitað til fagfólks þegar hárið á mér á í hlut. Maður skildi nefninlega heldur ekki spara aurin til þess eins að eyða krónunni (enda aurarnir löngu horfnir úr íslenska myntkerfinu).
Helgin er á enda og lítið markvert hefur dregið á daga mína. Það er vitaskuld til skammar að eyða pabbahelgum í það að hanga yfir sjónvarpinu og harðgiftum vinum sínum. En því er nú bara þannig farið að Jesú er besti vinur barnanna og ég er besti vinur hjónanna. Þetta er merkilegt ég raða í kringum mig fólki sem kemur allt í tvenndum (öfugt við jólasveinana, sem komu (samkv. Jóhannesi úr Kötlum) „aldrei tveir og tveir“). Sumum af ólofuðum vinum mínum þykir þetta lýsa skynsemisskorti á háu stigi og draga jafnvel í efa greind mína og geðheilsu. Ég segi hins vegar við þetta fólk. Af hverju að skipa fólki á bása eftir hjúskaparstöðu. Er það ekki jafn heimskulegt og allir aðrir dilkadrættir. Ég þarf ekki, sem einhleypingur (almáttugur hvað þetta er ljótt orð) að líta svo á að þeir sem eru í hinu liðinu séu svarnir óvinir mínir.
Einu sinni var kona sem þekkir mig, spurð að því hvort ég væri eitthvað skrítin.... Nei, af hverju? Jú, hún hangir svo mikið með mömmu sinni (grey skinnið). Ég hangi bara með þeim sem mér sýnist ef mér finnst þeir skemmtilegir. Það vill svo til að móðir mín er dásamleg kona og með fáum þykir mér skemmtilegra að hanga. Ég hangi bara yfir vídeó, jatsí, gettu pétur eða trivial með gifta fólkinu ef mér finnst það skemmtilegt. Og hana nú.
Og þá er komið að því...Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home