mánudagur, október 29, 2007

Ekki veit ég

hver andsk.... var að þessu drasli en nú kom ég loksins inn færslunni sem ég ætlaði að setja inn á fimmtudagskvöldið. Ég varð að taka út fyrirsögnina og þá var það í lagi.

Url contains illegal characters......kjaftæði.....var svona nett að verða brjáluð.

Er ekki hægt að nota íslenska stafi

í fyrirsögninni?

Er ekki

hægt að nota íslenska stafi?

this blooooody....

...thing doesn't work

123

testing 123

fimmtudagur, október 25, 2007

Árið 2004 gengu Margrét Dóra, vinkona mín, og Hjálmar, hennar maður í hjónaband. Þau hjónin völdu að fara til borgardómara og halda kirkju og prestum utan við þessa athöfn. Upp á vegg á heimili þeirra er vottorð um að þann 02.03.04 (ef ég man rétt) hafi þau gengið í hjónaband.

Á kirkjuþingi í dag var ákveðið að samkynhneigðir megi enn ekki ganga í hjónaband en fengu þó gulrótina staðfest sambúð. Ég fæ ekki séð, þegar kirkjan hefur slíkt ægivald yfir þessu, orði hjónaband, hvers vegna gagnkynhneigðir trúleysingjar og allir þeir sem kjósa að láta að gefa sig saman á nokkura afskipta kirkjunnar teljast í hjónabandi en samkynhneigðir meiga ekki nota þetta orð.

Það væri klárlega barnaskapur að reyna að halda því fram að deilan snúist eingöngu um orð. Að samkynhneigðir hafi í dag, þegar þeir fengu leyfi til að ganga í staðfesta sambúð í kirkju og hjá presti, náð jafnrétti á þessu sviði. Ef þetta væri eingöngu spurning um orðið væri kirkjunni klárlega ekki svona í mun að kynvillingarnir notuðu það ekki.

þriðjudagur, október 23, 2007

Afmæli

Hann afi minn, Jón Jónsson Stefánsson, hefði orðið tíræður í dag hefði hann lifað. Við héldum upp á það með pompi og prakt um helgina. Dætrunum var komið í næturgistingu og við fórum á Lækjarbrekku ásamt föngulegum hópi. Mikið var skálað fyrir karli enda snillingur hinn mesti sem hefði þótt það viðeigandi á svona degi.

Mest héldum við hjónin auðvitað uppá að vera tvö í kotinu í fyrsta skipti í 13 mánuði. Alger snilld svona næturpössun ég get alveg ímyndað mér að það líði ekki 13 mánuðir þangað til við reynum hana aftur.

miðvikudagur, október 10, 2007

Hugsa sér frið

Þessi er sérstaklega fyrir mömmu.


Að hugsa himnaríki
og helvíti ekki til
aðeins jörð og himin
það er auðvelt ef ég vil.
Að hugsa að allir lifðu
og hrærðust hér og nú

Hugsaðu þér hvergi
nein landamæri lögð
að drepa og deyja fyrir
né deilt um trúarbrögð.
Já hugsaðu þér heiminn
halda grið og frið.

Mér er sagt ég sé með óra
en ég er ekki einn um það.
Já komdu með,
við höldum hópinn
gerum heiminn að griðastað

Að hugsa sér að engar
eignir væru til
græðgi og hungur horfin,
hvergi ranglátt spil.
Að hugsa öll gæði heimsins
og jarðar deilast jafnt

Mér er sagt ég sé með óra
en ég er ekki einn um það.
Já komdu með,
við höldum hópinn,
gerum heiminn að einum stað.

Þegar tveir snillingar koma saman Lennon og Eldjárn....smart.

þriðjudagur, október 09, 2007

Tiltekt

Var loksins aðeins að taka til í krækjunum mínum. Uppfærði bæði Lísu og Hörpu sem eru með nýjar slóðir, og snaraði inn Huldu Gunn sem er löngu tímabært. Ekki hafði ég nú fyrir því að henda út letingjunum sem aldrei blogga. Það lítur eitthvað svo illa út komandi frá mér að skammast yfir því að fólk bloggi ekki. Svo yrði veggurinn eitthvað svo allsber.

Óvitanum ratast rétt á munn

Ekki er hann nú orðin stór orðaforði pínkubarnsins en þó eru komin nokkur orð og hljóð sem hún notar óspart. Á dögunum var ég að lesa fyrir hana þroskaritið Andheiti og lék allt saman með miklum tilþrifum án þess þó að fá mikil viðbrögð: „Hvað er andheiti við lítill.....stór, hvað er andheiti við inni.....úti, hvað er andheiti við upp.... niður“ og svo framvegis þangað til við komum að týndur. „Hvað er andheiti við týndur?“ Spurði móðirin og ekki stóð á svarinu hjá pínkubarninu sem gól hátt og snjallt ........BU. Bu er auðvitað andheitið við týndur.

föstudagur, október 05, 2007

Snilldin ein

Tímamótarannsóknir á "samkynhneigðarsprengju," sem gerir að verkum að óvinahermenn fyllast óviðráðanlegri kynlöngun til hvors annars, eru meðal þeirra "vísindaafreka" sem hljóta hin svonefndu Ig Nóbelsverðlaun í ár. Einnig var verðlaunuð tilraun til að lækna þotuþreytu í hömstrum með stinningarlyfi.

Meira hérna.

mánudagur, október 01, 2007

How the mighty have fallen

Þú veist þú ert í vondum málum þegar Kevin Federline er skárra foreldrið þitt.