Afmæli
Hann afi minn, Jón Jónsson Stefánsson, hefði orðið tíræður í dag hefði hann lifað. Við héldum upp á það með pompi og prakt um helgina. Dætrunum var komið í næturgistingu og við fórum á Lækjarbrekku ásamt föngulegum hópi. Mikið var skálað fyrir karli enda snillingur hinn mesti sem hefði þótt það viðeigandi á svona degi.
Mest héldum við hjónin auðvitað uppá að vera tvö í kotinu í fyrsta skipti í 13 mánuði. Alger snilld svona næturpössun ég get alveg ímyndað mér að það líði ekki 13 mánuðir þangað til við reynum hana aftur.
2 Comments:
Sko.... ég tók eftir því að pínkubarninu þar sem hún var að leita að babba sínum kl 6 um morgun og ég sagði líka við hana að ég myndi passa hana yfir nótt þegar hún verður tvítug
kv. Frænkan í afdölum
hmmm spurning hvað þetta kæruleysi hefur í för með sér - níu mánaða something kannski!!!!!
kv. Vala
Skrifa ummæli
<< Home