þriðjudagur, október 09, 2007

Óvitanum ratast rétt á munn

Ekki er hann nú orðin stór orðaforði pínkubarnsins en þó eru komin nokkur orð og hljóð sem hún notar óspart. Á dögunum var ég að lesa fyrir hana þroskaritið Andheiti og lék allt saman með miklum tilþrifum án þess þó að fá mikil viðbrögð: „Hvað er andheiti við lítill.....stór, hvað er andheiti við inni.....úti, hvað er andheiti við upp.... niður“ og svo framvegis þangað til við komum að týndur. „Hvað er andheiti við týndur?“ Spurði móðirin og ekki stóð á svarinu hjá pínkubarninu sem gól hátt og snjallt ........BU. Bu er auðvitað andheitið við týndur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home