Árið 2004 gengu Margrét Dóra, vinkona mín, og Hjálmar, hennar maður í hjónaband. Þau hjónin völdu að fara til borgardómara og halda kirkju og prestum utan við þessa athöfn. Upp á vegg á heimili þeirra er vottorð um að þann 02.03.04 (ef ég man rétt) hafi þau gengið í hjónaband.
Á kirkjuþingi í dag var ákveðið að samkynhneigðir megi enn ekki ganga í hjónaband en fengu þó gulrótina staðfest sambúð. Ég fæ ekki séð, þegar kirkjan hefur slíkt ægivald yfir þessu, orði hjónaband, hvers vegna gagnkynhneigðir trúleysingjar og allir þeir sem kjósa að láta að gefa sig saman á nokkura afskipta kirkjunnar teljast í hjónabandi en samkynhneigðir meiga ekki nota þetta orð.
Það væri klárlega barnaskapur að reyna að halda því fram að deilan snúist eingöngu um orð. Að samkynhneigðir hafi í dag, þegar þeir fengu leyfi til að ganga í staðfesta sambúð í kirkju og hjá presti, náð jafnrétti á þessu sviði. Ef þetta væri eingöngu spurning um orðið væri kirkjunni klárlega ekki svona í mun að kynvillingarnir notuðu það ekki.
1 Comments:
Þetta er svo dásamlega pathetic allt saman.
Skrifa ummæli
<< Home