föstudagur, janúar 21, 2005

Hvað kemur til. Ég fer bara beinustu leið inn á mitt eigið blogg. Þangað komst ég ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir heldur bara inn á blogg hjá einhverjum fimum limum. Ég lét auðvitað gamninn geysa en nú eru bloggarar farnir að sjá við mér og stroka út færslurnar mínar þegar ég er búin að strauja yfir bloggið þeirra. Ok ég skil það svo sem vel.

Ég þurfti hins vegar nauðsynlega að blogga í gær því þá átti besti pabbi í heimi (les. Jón kennari, pabbi minn)afmæli og ég ætlaði að óska honum til hamingju. Ég misnotaði auðvitað aðstöðu mína og sendi honum kveðju á heimasíðu áðurnefndra lima en þeir virðast kæra sig kollótta um hversu mikilvæg þau skilaboð voru. Allavega
Til hamingju með Afmælið Pabbi minn!

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Nú vil ég leggja til að miðvikudagar verði lagðir niður. Í staðin gætum við haft tvo til þrjá þriðjudaga eða jafnvel fimmtudaga. Þá heyra langir kennarafundir sögunni til og geðbólgurnar á miðvikudagskvöldum sennilega líka. Sumt má segja sjaldnar og klifun getur orðið pínulítið þreytandi.

Enn fremur legg ég auðvitað til að Karþagó verði lögð í eyði en það ku hafa verið gert áður.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Sælnú öllsömul eða bæði eða báðir sem lesa stöku sinnum þessa annars ágætu síðu. Nú er talsvert langt síðan ég hef eitthvað tjáð mig hér. Ekki af því mér finnst það ekki skemmtilegt eða af því ég elska ykkur ekki öll (eða bæði eða báðar) heldur af þeirri hundleiðinlegu og hvergi nærri frumlegu ástæðu að það er brjálað að gera. Það eru annarlok í skólanum og af því að vondu kennararnir voru í svo hræðilega löngu verkfalli eru engir prófadagar í boði í þetta skipti heldur verða allir að kenna fulla kennslu, taka lokapróf í kennslustundum, fara yfir þau á venjulegum undirbúningstímum og koma öllu á blað við fyrsta tækifæri. Auk þess er auðvitað kjörið að hafa sjálfsmat, eineltiskönnun og foreldradag á sama tíma. AAArrrrrgggghhhh. Vetrarfrí 9. til 14. febrúar, þá ætlar minns sko ekki að gera neitt.

Ég mátti til með að prufa þetta. Hef nú ekki nokkurt einasta vit á þessu enn þetta hljómar dálítið eins og „dogooderinn“ ég er það ekki. Svo er ég líka næstum eins og fangor. Sætastur hefur líka örugglega gaman að þessu, heldur að hann geti fengið mig til að vera memm...

I Am A: Neutral Good Elf Bard Ranger


Alignment:
Neutral Good characters believe in the power of good above all else. They will work to make the world a better place, and will do whatever is necessary to bring that about, whether it goes for or against whatever is considered 'normal'.


Race:
Elves are the eldest of all races, although they are generally a bit smaller than humans. They are generally well-cultured, artistic, easy-going, and because of their long lives, unconcerned with day-to-day activities that other races frequently concern themselves with. Elves are, effectively, immortal, although they can be killed. After a thousand years or so, they simply pass on to the next plane of existance.


Primary Class:
Bards are the entertainers. They sing, dance, and play instruments to make other people happy, and, frequently, make money. They also tend to dabble in magic a bit.


Secondary Class:
Rangers are the defenders of nature and the elements. They are in tune with the Earth, and work to keep it safe and healthy.


Deity:
Oghma is the Neutral Good god of knowledge and invention. He is also known as the Binder of What is Known, and is the Patron of Bards. His followers believe that knowledge reigns supreme, and is the basis for everything else that is done. They wear white shirts and pants, with a black and gold braided vest, and a small, box-like hat. All priests of Oghma are known as Loremasters. Oghma's symbol is a scroll.


Find out What D&D Character Are You?, courtesy ofNeppyMan (e-mail)



föstudagur, janúar 07, 2005

Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir þetta sem var að líða, það var nú aldeilis ágætt. Þetta nýja lofar líka góðu.

Ég hef ósköp fáu að miðla. Gaman í vinnunni. Mikið að gera í vinnunni. Alltaf í vinnunni. Skrapp reyndar á þrettándagleði í Mosó í gær. Var mikið að hugsa um að henda kórnum á brennuna þegar hann byrjaði á sextánda lagi. Allir biðu spenntir eftir flugeldasýningunni og kórinn hélt að hann væri stjarna kvöldsins með hálftíma langt prógram. Að söngnum að sjálfsögðu ólöstuðum hann var fínn, þetta var bara eins og Skrámur sagði um árið too much...

Helginni á að eyða í faðmi fjölskyldunnar heima hjá sér og er öllum velkomið að kíkja í kaffi og kannski sjá restina af jólunum hjá okkur áður en við tökum þau alveg niður.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Og svo komu jólin og fóru. Þau voru dásamleg eins og við var að búast, vömbin enda illa farin eftir aðfarir hátíðanna. Fékk góðar jólagjafir frá vinum og vandamönnum og kveðjur frá öllum sem mér þykir vænt um. Jólin eru að mínu mati sniðugasta uppfinning allra tíma.

Allt tekur nú samt enda og nú er ég komin aftur í vinnuna. Var dálítið búin að kvíða því að þurfa að fara aftur að vinna en samstarfsfólkið mitt er svo skrambi skemmtilegt að það var bara gaman að mæta í morgun. Verð þó að viðurkenna að rúmlega tveggja tíma kennarafundur er ekki góð hugmynd svona fyrir hádegi, reyndar heldur ekki eftir hádegi....bara aldrei góð hugmynd.

Þurftir í gær að reka nokkur erindi sem kröfðust þess að ég færi í Mjóddina. Reyndi auðvitað að heimsækja uppáhalds bankastarfsmanninn minn þar en KB banki var bara lokaður í gær. Það var auðvitað leiðinlegt fyrir hana. Maðurinnn hennar átti einmitt afmæli í gær og ég gleymdi að hringja í hann. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ GUNNAR DÓR.

Þar sem ég var nú komin í Mjóddina og gat þar varla þverfótað fyrir auglýsingum frá Brúðakjólaleigu Katrínar ákvað ég að gera mér ferð; þessi nokkur þrep upp á aðra hæðina til að heimsækja Brúðarkjólaleigu Katrínar. Nokkuð sem ég hélt að ég þyrfti alls ekki að gera fyrir brúðkaupið mitt og veit nú að var alveg hárrétt hjá mér. Þar hitti ég fyrir stórundarlega konu, hvort hún hét Katrín eða eitthvað annað veit ég ekki en skrýtin var hún. Hún þráaðist við allan tímann að tala við mig í fleirtölu. Þetta fannst mér dálítið skrýtið: „Þið þurfið“ og „þið ættuð að“. Í fyrstu hélt ég að hún væri að tala um mig og mannsefnið mitt en þegar hún fór að tala um að við þyrftum að finna samfellu í réttri stærð áttaði ég mig á að það væri sennilega hæpið. Konu asninn var að tala við mig undir samheitinu „Brúðir“. Ég neita alfarið að líta á sjálfa mig sem samheiti allra síst samheitið „Brúðir“. Ég leit við í Brúðakjólaleigu Katrínar snemma dags þann 3. janúar. Á meðan ég staldraði við leit þar enginn annar kúnni inn og aldrei hringdi síminn. Afgreiðslukonurnar voru tvær og hefði þeim því átt að vera í lófa lagið að svara þeim fáu spurningum sem ég hafði fram að færa en áðurnefndur konu asni svaraði öllum mínum spurningum með að „við“ yrðum að panta tíma og fá klukkutíma einkaaðstoð í versluninni. Eins og svarið við spurningum mínum væri stórkostlegt hernaðarleyndarmál sem „okkur“ yrði aðeins sagt ef „við“ værum búnar að panta tíma. Þvílíkur hálfviti. Og það sem ég vildi vita var hvort hún ætti samfellur í 38 DD. Ég meina það :Þ