þriðjudagur, janúar 04, 2005

Og svo komu jólin og fóru. Þau voru dásamleg eins og við var að búast, vömbin enda illa farin eftir aðfarir hátíðanna. Fékk góðar jólagjafir frá vinum og vandamönnum og kveðjur frá öllum sem mér þykir vænt um. Jólin eru að mínu mati sniðugasta uppfinning allra tíma.

Allt tekur nú samt enda og nú er ég komin aftur í vinnuna. Var dálítið búin að kvíða því að þurfa að fara aftur að vinna en samstarfsfólkið mitt er svo skrambi skemmtilegt að það var bara gaman að mæta í morgun. Verð þó að viðurkenna að rúmlega tveggja tíma kennarafundur er ekki góð hugmynd svona fyrir hádegi, reyndar heldur ekki eftir hádegi....bara aldrei góð hugmynd.

Þurftir í gær að reka nokkur erindi sem kröfðust þess að ég færi í Mjóddina. Reyndi auðvitað að heimsækja uppáhalds bankastarfsmanninn minn þar en KB banki var bara lokaður í gær. Það var auðvitað leiðinlegt fyrir hana. Maðurinnn hennar átti einmitt afmæli í gær og ég gleymdi að hringja í hann. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ GUNNAR DÓR.

Þar sem ég var nú komin í Mjóddina og gat þar varla þverfótað fyrir auglýsingum frá Brúðakjólaleigu Katrínar ákvað ég að gera mér ferð; þessi nokkur þrep upp á aðra hæðina til að heimsækja Brúðarkjólaleigu Katrínar. Nokkuð sem ég hélt að ég þyrfti alls ekki að gera fyrir brúðkaupið mitt og veit nú að var alveg hárrétt hjá mér. Þar hitti ég fyrir stórundarlega konu, hvort hún hét Katrín eða eitthvað annað veit ég ekki en skrýtin var hún. Hún þráaðist við allan tímann að tala við mig í fleirtölu. Þetta fannst mér dálítið skrýtið: „Þið þurfið“ og „þið ættuð að“. Í fyrstu hélt ég að hún væri að tala um mig og mannsefnið mitt en þegar hún fór að tala um að við þyrftum að finna samfellu í réttri stærð áttaði ég mig á að það væri sennilega hæpið. Konu asninn var að tala við mig undir samheitinu „Brúðir“. Ég neita alfarið að líta á sjálfa mig sem samheiti allra síst samheitið „Brúðir“. Ég leit við í Brúðakjólaleigu Katrínar snemma dags þann 3. janúar. Á meðan ég staldraði við leit þar enginn annar kúnni inn og aldrei hringdi síminn. Afgreiðslukonurnar voru tvær og hefði þeim því átt að vera í lófa lagið að svara þeim fáu spurningum sem ég hafði fram að færa en áðurnefndur konu asni svaraði öllum mínum spurningum með að „við“ yrðum að panta tíma og fá klukkutíma einkaaðstoð í versluninni. Eins og svarið við spurningum mínum væri stórkostlegt hernaðarleyndarmál sem „okkur“ yrði aðeins sagt ef „við“ værum búnar að panta tíma. Þvílíkur hálfviti. Og það sem ég vildi vita var hvort hún ætti samfellur í 38 DD. Ég meina það :Þ

2 Comments:

At 05 janúar, 2005 02:19, Blogger hronnsa said...

ó mæ god. ekki fara þangað aftur, þetta með hernaðarleyndarmálin er örugglega ekkert grín. hún gæti þurft að drepa þig eftir að hafa sagt þér þau. stay away. og glellet ár! :)

 
At 06 janúar, 2005 23:31, Blogger fangor said...

sveiattan. það er miklu betri þjónusta í brúðkaupsbúðinni í skeifunni sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. ég man einmitt eftir þessari konu þarna uppfrá. hún er skrýtin. hún talaði við okkur jg í fleirtölu líka, þó ég væri ein á ferð:þ

 

Skrifa ummæli

<< Home