föstudagur, janúar 07, 2005

Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir þetta sem var að líða, það var nú aldeilis ágætt. Þetta nýja lofar líka góðu.

Ég hef ósköp fáu að miðla. Gaman í vinnunni. Mikið að gera í vinnunni. Alltaf í vinnunni. Skrapp reyndar á þrettándagleði í Mosó í gær. Var mikið að hugsa um að henda kórnum á brennuna þegar hann byrjaði á sextánda lagi. Allir biðu spenntir eftir flugeldasýningunni og kórinn hélt að hann væri stjarna kvöldsins með hálftíma langt prógram. Að söngnum að sjálfsögðu ólöstuðum hann var fínn, þetta var bara eins og Skrámur sagði um árið too much...

Helginni á að eyða í faðmi fjölskyldunnar heima hjá sér og er öllum velkomið að kíkja í kaffi og kannski sjá restina af jólunum hjá okkur áður en við tökum þau alveg niður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home