þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Grámyglulegur hversdagsleikinn er við það að sliga mig. Verkefna skil í algjöru klúðri og Kjartan kominn aftur á spítala. Ég fann þessi skemmtilegu ráð í eldgömlum tölvupósti frá Svövu Rán og hélt þau gætu kannski hjálpað:

HÆ! Til að lífga uppá gráan hversdagsleikann og
gera dagana meira
spennandi og innihaldsríkari, mæli ég með að þú
gerir eitt/fleiri/öll
eftirtalin atriði reglulega..

1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum
með sólgleraugu.
Miðaðu með hárþurrku á bílana sem keyra framhjá.
Athugaðu hvort þeir
hægi á sér.

2. Kallaðu sjálfa þig upp í innanhúss
kallkerfinu. EKKI reyna að
breyta rödd þinni.

3. Stattu föst á því að netfangið þitt sé:
Xena-Warrior-Princess@OCDSB.edu.on.ca eða
Elvis-the-King@OCDSB.edu.on.ca

4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera
eitthvað fyrir sig,
spyrðu "má bjóða þér franskar með þessu?"

5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með
miða á sem segir "Innbox"

6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við
prjónadót

7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í
þrjár vikur. Þegar
allir eru búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu
á með espresso.

8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir
kynlífsþjónustu.

9. Ljúktu öllum setningum þínum með; Samkvæmt
spádómum.

10. Ekki nota punkta.

11. Eins oft og mögulega hægt; hoppa í stað þess að
ganga

12. Spurðu fólk hvers kyns það sé. Hlæðu
brjálæðislega þegar það hefur
svarað.

13. Taktu sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að
pöntun þín sé "taka með".

14. Syngdu með í óperunni

15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin
vanti allan ryþma.

16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborð þitt.
Spilaðu frumskógarhljóð
af diski alla daga.

17. Tilkynntu vinum þínum fimm dögum fyrir partýið
að þú komir ekki því
þú sért ekki alveg upplögð.

18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með
Gladiator-nafni þínu, Rock
Hard.

19. Þegar peningarnir koma út úr hraðbankanum hrópar
þú "Ég vann! Ég
vann!!! Þriðja skiptið í þessari viku!!!!"


'·.¸¸.·´¯'·.¸¸·´¯'·.¸¸.·´¯'·.¸ ><((((º>

.¸¸·´¯'·.¸¸.·´¯'·.¸ ><((((º>

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Stundum eyðir maður tíma sínum í fullkomnu andleysi en stundum opnast gáttirnar og viskan og frjósemin hreinlega vella út um eyrun á manni.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Sunnudagur, föstudagur, laugardagur hér hefur eðlileg tímaröð eitthvað ruglast...

Er ekki alveg nóg að blogga einu sinni í viku? Letiblogg, letiblogg. Hanna og Þurý, systur hans Kjartans, buðu mér með sér í Borgarleikhúsið í gærkvöldi. Alveg bráðskemmtileg kvöldstund. Skemmtileg tónlist, flottir dansar og mikil akróbatík. Ég er nýbúin að komast að því að mér þykir svona listdans skemmtilegur, ég hélt nefninlega að mér þætti hann hundleiðinlegur.

Á föstudaginn fagnaði ég með tveimur afmælisbörnum. Fyrst með Þurý sem varð tvítug og bauð upp á vöflur og fleira og síðan með Jóni Geir sem varð ekki tvítugur og bauð ekki upp á vöflur en smá trivial.... Ragnheiður litla „overdosaði“ á sykri og lét öllum illum látum. Ég hef bara aldrei séð annað eins. Þessi rólyndis manneskja.

Á laugardaginn þreif ég baðherbergisskápana (ef svo undarlega vildi til að einhver hefði áhuga á því). Um kvöldið fór ég svo í matarboð til mömmu hans Kjartans í nýju íbúðina í Mosó og síðan í bíó með Elfu og Gunna. Mér er alveg sama hvað aðrir segja og hvað öðrum finnst um Matrix Revolutions mér fannst hún stórkostleg. Miklum mun svartari en hinar myndirnar og allt öðruvísi. Baráttan leidd til lykta á trúverðugan máta, held ég.

Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að Kjartan var með mér í flestu því sem ég tók mér fyrir hendur um helgina. Nema hvað honum var ekki boðið með í Borgarleikhúsið og hann komst ekki fyrir inni í baðherbergisskápunum svo hann vaskaði bara upp á meðan. Ég er hins vegar óvön því að tala um sjálfa mig sem við.... og er því að hugsa um að halda áfram að tala um sjálfa mig sem mig enda hef ég engu glatað eða týnt af mínu sjálfi. Hann færi hins vegar yfirleitt að fljóta með og þá verð ég bara að minnast á það.

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Vinir mínir hafa áður eignast börn, heilan haug þegar allt kemur saman. Svava Rán hefur hins vegar ekki eignast barn áður. Mikið hlakka ég til að kynnast honum, prinsinum af Wales.

Magga Dóra og Hjálmar eru nýfarin. Þau kíktu aðeins í sunnudagskaffi og kleinur, það var svo ósköp gaman að sjá þau. Maður verður að vera duglegur að rækta vinina sína, það er alveg nauðsynlegt. Reglulega koma einhverjir vinir mínir sterkt upp í kollinn á mér án þess að ég geri nokkuð í því. Héðan í frá ætla ég að hafa það sem vinnureglu að hringja alltaf í vini mína þegar þeir sækja svona að mér.

föstudagur, nóvember 07, 2003

fallegur er hann.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Þá er hann kominn í heiminn, drengurinn sem við vorum að bíða eftir. Hann var tekinn með keisara klukkan 1 í nótt. Móður og barni heilsast, þrátt fyrir keisaraskurð, vel sagði amman mér í morgun. Hann var rúmar 14 merkur og 55 cm, gerðarlegur strákur og hefur fengið nafnið Lúkas Þorlákur Jones. Fallegt nafn og á eflaust eftir að reynast honum vel í Wales. Hjartanlega til hamingju foreldrar!

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Einhver kona, ég veit ekki ennþá hver þetta er, fann hjá sér þörf fyrir að gera íslenskan texta (lélgan) við Wuthering Hights og syngja það inn á plötu (illa) og gefa það svo út. Finnst fólki þetta nú ekki algjör óþarfi? Kannast einhver við að hafa beðið konuna um að gera þetta? Fuss og svei...

Hér er skemmtileg síða, ég mæli sérstaklega með tenglasafninu, það er svo sniðugt. Sumt fólk þarf hins vegar greinilega að glíma við allt of margar klukkustundir í sólahringnum. Til dæmis ég sem hrasaði um þessa síðu.... best að fara að gera eitthvað af viti.