sunnudagur, nóvember 09, 2003

Vinir mínir hafa áður eignast börn, heilan haug þegar allt kemur saman. Svava Rán hefur hins vegar ekki eignast barn áður. Mikið hlakka ég til að kynnast honum, prinsinum af Wales.

Magga Dóra og Hjálmar eru nýfarin. Þau kíktu aðeins í sunnudagskaffi og kleinur, það var svo ósköp gaman að sjá þau. Maður verður að vera duglegur að rækta vinina sína, það er alveg nauðsynlegt. Reglulega koma einhverjir vinir mínir sterkt upp í kollinn á mér án þess að ég geri nokkuð í því. Héðan í frá ætla ég að hafa það sem vinnureglu að hringja alltaf í vini mína þegar þeir sækja svona að mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home