miðvikudagur, mars 17, 2004

Hann Tumi Þór átti afmæli í gær og ég bara steingleymdi að óska honum til hamingju með daginn. Til hamingju með daginn!!! Í dag er svo dagur heilags Patreks og því vel við hæfi að segja skál!! og klæða sig í grænt, ef ég á eitthvað grænt.

Á leiðinni; Pixies og Violent Femmes skemmtilegt, skemmtilegt mér finnst eins og þetta hefði kannski átt að gerast fyrir rúmlega 10 árum síðan en, betra seint en aldrei. Ég held ég verði að skella mér á báða þó ég hafi séð femmes fyrir rúmum 10 árum síðan (nei, það er ekki svo langt síðan, það er ekki satt, þetta er lýgi) í Stadtpark.

fimmtudagur, mars 11, 2004



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide


Ég held ég sé svei mér þá duglegri en fangor. En ég er hins vegar bara búin með 2 heimsálfur. Hvenær fór fangor til Afríku?

Þegar ég byrjaði að blogga, fyrir ansi mikið löngu síðan, hafði ég það fyrir sið að enda alltaf á sömu orðunum. Þetta gerði ég af þeirri einföldu ástæðu að ég hafði ekki nokkra trú á því að ég hefði næga ræktarsemi til að halda úti þessari síðu minni lengur en í nokkra daga. Ég afsannaði það og bloggaði linnulaust í rúmlega ár en síðan fór að síga á ógæfuhliðina, síðan um jól hefur þögnin ráðið ríkjum á þessari síðu og gullkornin hafa ekki hrannast upp. Ég kenni Háskóla Íslands um, þið ráðið hvað þið gerið.

Nú er ég að hugsa um, í tilefni af því að ég er að berjast við að halda vöku minni hér í netheimum að taka þessa ágætu kveðju upp aftur, bara svona til að minna sjálfa mig á að allt er í heiminum hverfullt og þessi síða er feig eins og allar aðrar.

Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning!

Já og enn er ég á lífi. Blogga tvo daga í röð það hlýtur að færast í annála.

Ég var að horfa á morgunsjónvarpið í morgun (eðlilega ekki síðdegis) og varð vitni að uppþoti einu miklu hjá Leoncie sem er enn og aftur saklaust fórnarlamb kynþáttafordóma íslendinga. Síðust skyldi ég reyna að halda því fram að íslendingar væru ekki sneisafullir af fordómum en konan er ekki með öllum mjalla... Hún óð elginn með ásakanir hinum og þessum til handa, sem ég hef ekki eftir hér, uns þáttarstjórnendur urðu að stoppa hana af. Ég hélt að konan væri saklaus eifeldingur, „Eurotrash“, sem væri fólki til ama en engum hættuleg. Svona manneskja sem maður hlær að, vorkennir pínulítið en eyðir ekki orkunni í að láta fara verulega í taugarnar á sér. Nú er ég ekki svo viss, konan er algjört skaðræði og ætti held ég heima á stofnun, ég er bara ekki alveg viss um hvers konar stofnun. Kannski á spítala, í skóla, á meðferðarstofnun, banka eða í ráðuneyti. Ég veit það bara ekki en lausum hala ætti hún í það minnsta ekki að leika það á eftir að enda illa.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Ég sé hér að neðan að MD hefur munað eftir afmælisdeginum mínum. Takk fyrir það ljúfust...

Þá er ég að hugsa um að lifna við að nýju. Skjóta hingað inn hnyttnum tilvitnunum, tilsvörum og gamanyrðum öðru hvoru og sjá hvort einhver tekur eftir því.

Ég var jafnvel að hugsa um að byrja á því að koma með hnyttna tilvitnun í síðustu (formúlu)helgi en eins og ég man hana var bara ekkert hnyttið við þessa helgi, ekki nokkur skapaður hlutur.