fimmtudagur, mars 11, 2004

Já og enn er ég á lífi. Blogga tvo daga í röð það hlýtur að færast í annála.

Ég var að horfa á morgunsjónvarpið í morgun (eðlilega ekki síðdegis) og varð vitni að uppþoti einu miklu hjá Leoncie sem er enn og aftur saklaust fórnarlamb kynþáttafordóma íslendinga. Síðust skyldi ég reyna að halda því fram að íslendingar væru ekki sneisafullir af fordómum en konan er ekki með öllum mjalla... Hún óð elginn með ásakanir hinum og þessum til handa, sem ég hef ekki eftir hér, uns þáttarstjórnendur urðu að stoppa hana af. Ég hélt að konan væri saklaus eifeldingur, „Eurotrash“, sem væri fólki til ama en engum hættuleg. Svona manneskja sem maður hlær að, vorkennir pínulítið en eyðir ekki orkunni í að láta fara verulega í taugarnar á sér. Nú er ég ekki svo viss, konan er algjört skaðræði og ætti held ég heima á stofnun, ég er bara ekki alveg viss um hvers konar stofnun. Kannski á spítala, í skóla, á meðferðarstofnun, banka eða í ráðuneyti. Ég veit það bara ekki en lausum hala ætti hún í það minnsta ekki að leika það á eftir að enda illa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home