fimmtudagur, mars 11, 2004

Þegar ég byrjaði að blogga, fyrir ansi mikið löngu síðan, hafði ég það fyrir sið að enda alltaf á sömu orðunum. Þetta gerði ég af þeirri einföldu ástæðu að ég hafði ekki nokkra trú á því að ég hefði næga ræktarsemi til að halda úti þessari síðu minni lengur en í nokkra daga. Ég afsannaði það og bloggaði linnulaust í rúmlega ár en síðan fór að síga á ógæfuhliðina, síðan um jól hefur þögnin ráðið ríkjum á þessari síðu og gullkornin hafa ekki hrannast upp. Ég kenni Háskóla Íslands um, þið ráðið hvað þið gerið.

Nú er ég að hugsa um, í tilefni af því að ég er að berjast við að halda vöku minni hér í netheimum að taka þessa ágætu kveðju upp aftur, bara svona til að minna sjálfa mig á að allt er í heiminum hverfullt og þessi síða er feig eins og allar aðrar.

Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home