mánudagur, janúar 29, 2007

Heilbrigð skynsemi

Með reglulegu millibili fæ ég algjört antipat á tölvunni. Þá get ég ekki með nokkru móti sest við hana, hvað þá unnið á hana eitthvað af viti. Nú er ég ný staðin upp úr slíku antipati tilbúin að blogga hartnæt daglega. Gott, gott, lofa nú dálítið upp í ermarnar. Ég bloggaði annars þennan fína langhund eftir jólin sem blogger át án þess að hiksta. Nú er ég búin að skipta yfir í new-blogger í von um betri árangur.

Annars er ég tilbúin að planta mér kyrfilega fyrir framan tölvuna daglega á meðan litla ljósið sefur til að vinna í spennandi verkefnum. Enginn ástæða til að vera líflaus, heilalaus eða vitlaus þó maður sé í fæðingarorlofi.