mánudagur, desember 15, 2003

Þetta er mindnumbingly skemmtilegt. Það væri hægt að dunda sér við þetta fram að jólum.

föstudagur, desember 05, 2003

Þakka ykkur fyrir kæru vinir. Þakka ykkur kærlega, fátt ef nokkuð hefur glatt rokkhjartað jafn mikið fyrir þessi jól. Ég þakka, ég þakka.

Það er alveg greinilegt að hér hefur ekki nokkur maður litið við svo vikum skipti. Það er ekki einu sinni hvartað yfir bloggleysi þó að maður láti ekki í sér heyra í nokkra daga. Ég er farin að halda að fólk hafi ekki einu sinni húmor fyrir What can you get a wookie for christmas when he already owns a comb.

Þér hláturslausu vinir mínir verðið þá bara að þjást í þögn því nú er mér bæði nóg boðið og allri lokið og veit ekki hvort ég blogga meira fyrr en einhver minnir mig á að ég er æðisleg.......anyone....

fimmtudagur, desember 04, 2003

Þetta er svooooo fyndið. Nýja uppáhaldsjólalagið mitt. R2D2 we miss you a merry christmas er líka nokkuð öflugt....

What can you get a Wookie for Christmas
When he already owns a comb
What can you get in a hurry for a furry kind of friend like that
To take home

Oh, he doesn't need a tie clip
And he doesn't use shaving foam
So what can you get a Wookie for Christmas
When he already owns a comb
(Spoken:) It's really a problem

What can you get a Wookie for Christmas
when he already owns a comb
What can you get in a hurry for a furry kind of friend like that
To take home
No, He'll never wear galoshes
Or a hat upon his furry dome
So what can you get a Wookie for Christmas
When he already owns a comb

Let's give him love and understanding
Good will to men
We wrap it all up in bright colored ribbon
And we give it to him all over again
And that's what you get a Wookie for Christmas
When he already owns a comb.

That's what you get in a hurry for a furry kind of friend like that
To take home
'Cause he doesn't need a tie clip
And he doesn't need shaving foam
So that's what you get a Wookie for Christmas
When he already has a comb
When he already owns a comb!

mánudagur, desember 01, 2003

Bara að láta ykkur vita að það er kominn desember. Til hamingju með það.

Talaði við Lúkas Þorlák í síma um helgina, hann var bara hress og bað að heilsa öllum á klakanum. Ég geri ekki ráð fyrir miklu bloggi næstu daga og vikur sakir annríkis en eins og við vitum þá bregðast krosstré ekkert síður en hin svo það gæti bara vel verið að ég verði bloggandi eins og vindurinn á hverjum degi. Þetta kemur allt saman í ljós.

Allavega, gleðilega aðventu. Ég elska aðventuna og nýt hennar alltaf, jafnvel þó ég sé alltaf á kafi í próflestri og stressi. Reynið nú endilega að njóta hennar líka, eplakinnar í frostinu eru svo fallegar og svo má líka henda rauðvíninu sínu í öbbarann og telja sér trú um að maður sé með jólaglögg, það gefur líka svo góða lykt í húsið.