mánudagur, desember 01, 2003

Bara að láta ykkur vita að það er kominn desember. Til hamingju með það.

Talaði við Lúkas Þorlák í síma um helgina, hann var bara hress og bað að heilsa öllum á klakanum. Ég geri ekki ráð fyrir miklu bloggi næstu daga og vikur sakir annríkis en eins og við vitum þá bregðast krosstré ekkert síður en hin svo það gæti bara vel verið að ég verði bloggandi eins og vindurinn á hverjum degi. Þetta kemur allt saman í ljós.

Allavega, gleðilega aðventu. Ég elska aðventuna og nýt hennar alltaf, jafnvel þó ég sé alltaf á kafi í próflestri og stressi. Reynið nú endilega að njóta hennar líka, eplakinnar í frostinu eru svo fallegar og svo má líka henda rauðvíninu sínu í öbbarann og telja sér trú um að maður sé með jólaglögg, það gefur líka svo góða lykt í húsið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home