mánudagur, janúar 30, 2006

Gmlir vinir.

Þegar ég var í menntskóla æddi þar um gangana upplogin persóna sem gekk undir nafninu Sigurhjörtur Freyr Scheving Briem. Hann átti engan sinn líka og að sjálfsögðu enga stoð í raunveruleikanum. Hann var bara svona típískur Verzlingur sem við bjuggum til til að reyna að hafa gaman að öllu saman.

Ég fór samt allt í einu að hugsa áðan hvað skyldi hafa orðið um hann? Skyldi hann hafa lært lögfræði eða tekið við heildsölunni hans pabba?

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Aldrei normal, ALDREI


Your Social Dysfunction:
Happy


You're a happy person - you have a good amount of self-esteem, and are socially healthy. While this isn't a social dysfunction per se, you're definitely not normal. Consider yourself lucky: you walk that fine line between 'normal' and being outright narcissistic. You're rare - which is something else to be happy about.

http://www.quizgalaxy.com/result_images/social-dysfunction-bg.jpg); background-repeat: no-repeat;'>
Take'>http://www.quizgalaxy.com/quiz.php?id=72">Take this quiz at QuizGalaxy.com

Please note that we aren't, nor do we claim to be, psychologists. This quiz is for fun and entertainment only. Try not to freak out about your results.

mánudagur, janúar 16, 2006

Og svo aftur

Þá er krakkinn búinn með fargmöldunina og ég get snúið mér aftur að þarfari hlutum. Kona ein í Vesturbæ, þ. e. Vesturbæ Kópavogs, sendi skólanum bréf til þess eins að láta okkur, starfsmenn skólans vita að hún hefði rekist á nokkra af englunum okkar á frekar hægri leið úr sundlöginni og aftur í skólann. Konukindin hafði farið öfugu meginn fram úr þann daginn og hafði allt á hornum sér, fannst dagurinn svartnætti eitt og ekkert gæti bjargað því. Fyrir utan húsið hennar lá bíldruslan hennar grafin í snjó og henni þótti hún sjálf heldur vanmáttug gagnvart þessu fargi. Komu þá aðvífandi áðurnefndir englar, brosandi út að eyrum yfir öllu þessu fannfergi og buðust til að moka konuna út úr skaflinum svo hún gæti komist út í daginn. Það er skemmst frá því að segja að téðir englar með eplakinnar og colgate-bros björguðu ekki aðeins deginum heldur allri vikunni að sögn konunnar.

Mér þótti með eindæmum skemmtilegt að konan skyldi taka sér stund til að senda okkur línu til að láta vita af þessu. Það gefa sér ekki allir tíma í slíkt en við ættum samt að gera það, alltaf.

Svefnengill

Þess hefur verið farið á leit við undirritaða að hún hristi af sér slenið og skammdegisdoðann og snari eins og þremur hressilegum línum á síðuna góðu. Tölvan var mér einhvað svo fjarlæg yfir hátíðarnar að ég fann mér aldrei tíma til að skrifa neitt, ekki einu sinni til að óska landsmönnum gleðilegra jóla árs og friðar. Svo ég geri það hér með. Þegar gramyglulegur hlversdagurinn tók svo við með miðsvetrarprófum og öðrum meiriháttar leiðindum kom ég mér heldur ekki að verki.
Nú kallar dóttir og vantar hjálp við heimanám. Best að sinna móðurlegum skyldum vorum og blogga svo síðar.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Tilraun

Ástþór er í heimsókn og hann vill meina að blogger hafi verið honum erfiður upp á síðkastið. Ákvað að prófa...