Ég hef haft það fyrir sið í nokkur ár að skipta lokhljóðum út fyrir önghljóð í ákveðnum orðum. Þannig segi ég gjarnan Pefsí en ekki Pepsí og oftar er ekki Biflía í stað Biblía. Rak mig svo ekki í rogastans áðan, þar sem ég sat og fletti Orðabókinni, eins og ég geri oft og hnaut um orðið Biflía.
Biflía, -u KV (oftar ritað
Biblía, einnig
biblía) heilög ritning kristinna manna, Gamla og Nýja testamennti;
Biflíuljóð ljóð ort um efni úr
Biflíunni;
Biflíumyndir;
Biflíusögur úrvalskaflar (endursagnir) úr
Biflíunni.
Ég hef hins vegar ekki fundið Pefsí í bókinni góðu (þ.e. Orðabókinni ekki Biflíunni (þó ég efist nú um að það finnist þar heldur)).