Smá viðbót
Í tilefni yfirlýsinga minna um ágæti hljómsveitarinnar Hraun hef ég bætt Hjalta og Svabba á annars rýran linka lista minn.
Ævi og ástir kvendjöfuls
Í tilefni yfirlýsinga minna um ágæti hljómsveitarinnar Hraun hef ég bætt Hjalta og Svabba á annars rýran linka lista minn.
Þuríður Óttarsdóttir, deildarstjóri miðstigs, hefur hlotið titilinn deildarstjóri Íslands. Þennan titil hlýtur hún fyrir það stórkostlega uppátæki sitt að gefa kennslukonum á miðstigi í skóinn á hverjum morgni. Við settum reyndar ekki skóinn í gluggann en hún hefur gripið til þess ráðs að skilja eftir súkkumæru og jórturleður í póstkössunum okkar. Nú bíð ég með sömu tilhlökkun og fimm ára eftir morgninum til að sjá hvað bíður mín. Ég fer jafnvel eldsnemma að sofa og mæti í vinnuna fyrir allar aldir slík er tilhlökkunin. Frábært hvað svona lítil viðvik geta glatt mann á aðventunni.