Með quick tan brúsa
Prufukeyrði nýju sumarfötin mín og gömlu góðu sandalana um helgina. Vildi ekki betur til en svo að það fór hreinlega að snjóa og hitinn niður fyrir frostmark. Ekki mjög sumarlegt það.
Var ansi hreint sátt með úrslit júróvisjón. Verð að viðurkenna að Lordi var ekki í mestu uppáhaldi hjá mér en í næstmestu svo ég var mjög sátt. Það er líka frábært þegar eitthvað sem hristir svona rækilega upp í liðinu endar á hæsta palli. Jafnvel þó að Wig Wam hafi verið búinir að gera það áður.
Heyrði auglýsingu fyrir kvennahlaupið í útvarpinu. Finnst einhverjum öðrum en mér skjóta dálítið skökku við að spila þemalagið úr Benny Hill undir auglýsingu fyrir kvennahlaupið? Eða verður hlaupið kannski topplaust að þessu sinni?
1 Comments:
vá, við jg vorum einmitt að tala um þetta sama. dálítið undarlegt, svona í ljósi kvenímyndanna í þeim þáttum..
Skrifa ummæli
<< Home