Júró júró júróvisjón
Júróvisjón í huggulegheitum í kvöld fyrir framan sjónvarpið í faðmi fjölskyldunnar. Um helgina er svo júróvisjón og þrítugsafmæli hjá Ingimundi, happy days.
Maginn á mér vex eins og óð fluga og allt er enn í lukkunnar velstandi. Heilsa góð og blóðþrýstingur með besta móti. Með hækkandi sól vil ég yfirleitt fækka fötum en nú hefur verið sá hængur á að sumarfötin passa ekki og óléttuföt á Íslandi koma mér fyrir sjónir sem of dýr, forljót eða of lítil. Litli flugfræðingurinn hún systir mín kom mér vitaskuld til bjargar og dressaði bumbukellingu upp í síðustu ferð til Ammeríku fyrir sama verð og ég hefði fengið tvennar buxur í tvö líf. Ljómandi. Nú get ég farið að bera hold mitt sem fer ört brúnkandi og ganga í sandölum.
3 Comments:
Góð litla systir og það sem meira er þú ert "obboslega" fín í fötunum. Pöntum bara meiri sól og hita og þú getur skartað þínu fínasta.
Hlakka til að sjá þig sumarlega, ólétta og sæta ;)
Hvenær ferðu í frí svo ég geti komið í heimsókn?
fer til útlanda 5. júní og kem heim þann 12. eftir það er ég að mestu komin í frí.
Skrifa ummæli
<< Home