fimmtudagur, maí 18, 2006

Mátti til með að ræna þessum hráum af síðunni hennar Lísu sem er jú ábúandi í Túborg. Er líka búin að senda góðkunningja mínum, Simma smíðakennara sem gekk í sjálfstæðisflokkinn (hefur alltaf verið góður og gegn kommúnisti) engöngu fyrir tilstilli persóutöfra Arnaldsins, góðar kveðjur eftir ósköpin.

Fyrst er áríðandi tilkynning frá Sjálfstæðismönnum í Tuborg (áður Árborg)Eins og flestir ef ekki allir íbúar Tuborgar vita þá hefur eitt af stóru baráttumálum Sjálfstæðisflokksins í Tuborg fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í ár verið áhersla á að Hellisheiðin verði full-upplýst á næsta kjörtímabili...

Þetta baráttumál er ekki lengur á stefnuskrá flokksins þar sem komið hefur í ljós að ljósastaurar geta hreinlega bara verið fyrir!!“

Hláturmild kona er ég en ég verð að segja að bumban mín stóra, sem fer nú ört stækkandi, hefur sjaldan hristst eins mikið og eins lengi og eftir nýjasta útspil sjálfstæðismanna. Og svo segir formaðurinn þeirra að það sé nú verst fyrir Eyþór að lenda í þessu. Tókuð þið eftir LENDA Í ÞESSU. Svona eins og maður getur átt það á hættu að lenda í loftsteinaregni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home