ánægjulegir endurfundir
Sá í sjónvarpinu ríkisins í gær myndband með Franz Ferdinand. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvar þar sá ég skemmtilega notkun á fýsískum penslum sem ég hef ekki séð síðan í Skaupinu 1983 eða 84. Þetta þótti mér óskaplega gaman. drengurinn í myndbandinu notaði reyndar ekki sína eigin fýsísku pensla (enda þykja berir karlmenn hálfu dónalegri en berar konur einhverra hluta vegna) heldur hafði hann heila konu sem hann dró eftir striganum. skemmtilegt.
Ég vann ekki miða til Manchester eins og áður hefur komið fram en ég vann hins vegar miða á tónleikana. Nú vantar mig ferðafélaga, er einhver að fara sem vill vera memm?
1 Comments:
Segir madur ekki "sjónvarpi ríkisins", frú íslenskukennari?
Skrifa ummæli
<< Home