þriðjudagur, maí 23, 2006

Velkomin í heiminn

Fædd er lítil Vesturgötuprinsessa. Og ég sem hélt að hún ætlaði að vera strákur. hefur þegar fengið gullfallegt nafn, hefði vart getað valið fallegra sjálf. Hún er fædd á afmælisdegi stóra bróður míns sem er 35 ára í dag og berst í tilefni dagsins í gegnum skafrenning og stórhríð til byggða á suðurlandi til að ná í flugvél til útlanda. Ekki veit ég hvert í heiminum hann er að fara núna, ég er löngu hætt að fylgjast með.

Sjálf er ég með slæmt tilfelli af ljótunni, frunsu á stærð við nýútsprungna rós og bólur. Ullabara! Eiginmaðurinn sætastur sagði í gær að ég mætti nú alveg við einum degi með lótuna þar sem ég hefði geislað af fegurð upp á síðkastið. Í morgun reyndi hann svo að gera enn betur og telja mér trú um að ég væri alls ekki með ljótuna. Skemmst frá því að segja að ég trúði honum ekki.

1 Comments:

At 29 maí, 2006 18:50, Blogger fangor said...

þú varst svo sæt þegar þú komst að heimsækja okkur, get ekki samþykkt að þú sért með ljótuna. þið megið endilega kíkja við sem fyrst

 

Skrifa ummæli

<< Home