Mitt ævarandi ástarsamband
Var að enda við að senda Hörpu og fjölskyldu smá kveðju í tölvupósti og bað hana vitaskuld að skila líka kveðju til Ítalaíu frá mér. Ítalía er ein af stóru ástunum í lífi mínu. Ég hreinlega elska allt við Ítalíu; matinn, rauðvínið, umhverfið, veðrið, fólkið og óperurnar. Allt. Ef einhver segði mér að ég ætti aðeins eftir eina utanlandsferð um ævina og valið stæði á milli þess að fara einhvert sem ég hef ekki komið áður og að fara einu sinni enn til Ítalíu held ég að Ítalía yrði ofan á. Einhvern tíma ætla ég að legja mér hús í Toscana og vera þar heilt sumar. Ég er viss um að jafnvel með geldasta móti tækist mér að skila af mér einhverju skapandi eftir slíkt sumar.
Fyrirliggjandi er reyndar þrælspennandi utanlandsferð í næsta mánuði. Þar sem verður stoppað bæði í Bratislava og Vínarborg. Ég hlakka óskaplega mikið til. Ferðalagið gæti orðið okkur, mér og samferðarkrílinu mínu, dálítið erfitt en svona til að bæta það upp verðum við á spa hóteli síðustu tvo dagana í Bratislava svo það ætti að sleppa. Skyldu þér kunna bumbunudd í Slóvakíu?
Hafði hugsað mér að vinna ferð til Manchester í síðastliðnum popppunkti (vá hvað þetta eru mörg pé) en það gekk ekki eftir. Mér fannst svo gráupplagt að fá fría ferð til Manchester í vetur og bruna þaðan til veils í notalega heimsókn. Það mistókst svo ég verð bara að safna.
3 Comments:
Ítalía er.
Sammála. Ég myndi reyndar ekki dvelja endilega í Toscana(þó þar hafi vissulega verið gott). Ég heillaðist meira af svæðinu kringum Garda; Riva, Arco, Limone...mmmmmmmm
Að syngja fyrir Ítali var stórkostlegt, að syngja með þeim var ólýsanlegt. Ég held að það sé alveg ,,daíð" fólk sem ekki fílar Ítalíu.
,,dáið" átti að standa þarna :-)
Skrifa ummæli
<< Home