Tveir nýir
Rakst á ákaflega skemmtilega bloggsíðu ungs manns sem les í baði. Drengur þessi hefur margt skemmtilegt fram að færa og honum hefur farið verulega fram í stafsetningu á síðustu árum. Það spillir vitaskuld ekki að kauði er nokkuð vel ættaður.
Annar bloggari reis upp frá dauðum um daginn. Ég ætla nú alveg að láta það eiga sig að gera mér einhverjar vonir um að upprisan verði til frambúðar (jafnvel þó að hana beri svo skemmtilega upp á páskum) þar sem þetta hefur jú gerst áður.
1 Comments:
Þetta með stafsetningarframfarirnar er lyginni líkast! Það get ég vottað!
Kannski grunnurinn hafi verið rétt byggður.... hehehehe
Skrifa ummæli
<< Home