fimmtudagur, mars 09, 2006

Svo bregðast krosstré

Af einhverjum óskiljanlegum og óafsakanlegum ástæðum steingleymdi ég að óska konum allra landa til hamingju með daginn í gær. Að sjálfsögðu bæti ég hér með úr þessu og óska mér og öðrum til hamingju og alls hins besta í framtíðinni.

Í gærkvöldi horfði ég á sjónvarpið. Það telst nú tæpast til tíðinda því ég geri nú svona heldur meira af því en ég vildi gera opinbert. Klukkan hálf níu stóð valið á milli þess að horfa á Project Runway á ríkis eða Fyrstu skrefin á skjánum. Skemmst er nú frá því að segja að móðirin verðandi (sem er náttúrulega löngu orðin móðir en er bara að verða það aftur) krúttaðist til að horfa á Fyrstu skrefin. Ég er bara að velta því fyrir mér hversu stór hluti af þeirri ákvörðun byggist á óléttu. Einhvern tíma hefði ég sennilega haft mun meiri áhuga á þætti um framúrstefnulega fatahönnun en litlum barnakrúttum.

Þátturinn þótti mér reyndar nokkuð skemmtilegur og fræðandi og horfi örugglega á þann næsta og gott ef ég freistast ekki til að kaupa tímaritið líka. Nei er það ekki full mikið? Að horfa á fæðingu fær mann auðvitað alltaf til að missa þvag, ekki síst þegar maður veit að þetta á fyrir manni að liggja innan skamms.

Verðandi faðir horfði auðvitað með mér áhugasamur og spenntur og fannst mér það vel. Það skiptir ótrúlega miklu máli að hann missi sig pínulítið í þessu líka finnst mér.

3 Comments:

At 10 mars, 2006 14:45, Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði horft á fatahönnunarþáttinn ;) Ég elska börnin mín og allt það en þegar ég horfi á sjónvarpið þá á það að vera slökun fyrir mig. Yeah I know, I´m a selfish bitch and I´m proud of it ;)

 
At 10 mars, 2006 15:36, Anonymous Nafnlaus said...

Verst hvað RÚV er seint til. Hefðu þeir tekið annað misseri fatahönnunarþáttarins til sýninga hefðirðu getað dáðst að framúrstefnuhönnun og óléttu samtímis, enda setti Seal í Heidi blessaða milli þáttaraðanna.

 
At 10 mars, 2006 19:01, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Rannveig rakst á síðuna þína hjá henni Huldu og varð nátturlega að skoða hana.Ekkert smá gaman að sjá myndirnar af kisu og ungunum ;o) Til hamingju með kúlubúan og giftinguna. Endilega kíktu á síðuna hans Símons á barnalandi nm 12904. Gaman að skoða Hérna kveðja Hanna Stína

 

Skrifa ummæli

<< Home