föstudagur, mars 31, 2006

Kisur

Ég er stoltur eigandi tveggja seinheppnustu kisa undir sólinni. Auk þess er ég sannfærð um að fresskettir í Kópavogi séu allir á kafi í neyslu og rugli og stórhættulegur félagsskapur fyrir kisurnar mínar litlu. Í gærkvöldi þurfti enn eina ferðina að ræsa út dýralækni þegar Þoka kom heim með svöðusár á fætinum eftir slagsmál við einn af þessum stórhættulegu pörupiltum úr Kópavogu. Það er ekki langt síðan Blíða kom heim með skottið lafandi vegna sýkingar eftir svipaða meðferð. Eru kisurnar mínar lagðar í einelti?

Þoka litla þurfti svæfingu og Ólöf dýralæknir, besta kona í heimi, saumaði skurðina og setti umbúðir á fótinn. Nóttin var ansi erfið eftir að svæfingin hætti að virka og litla greyið fór að staulast um, hálf vönkuð enn af lyfjunum, með staurfót sem hún skildi ekkert í. Hún komst ekki áfram og lítið afturábak, valt aðallega og datt um sjálfa sig og skældi ámátlega. Líðnum ætti að vera ljóst að ég svaf ekki mikið meðan á þessu gekk og heldur var sú sem aldrei grætur nálægt því að fella tár. á endanum slakaði hún nú á í fanginu á mér undir sæng og kúrði framundir morgun þó ekki svæfi hún mikið. Í dag er hún búin að prufukeyra staurfótinn og er auðvitað alls ekki ánægð með hann en getur þó talsvert staulast um. Hún er voða dugleg en brjóstumkennanleg. Mamma hennar átti líka voða bágt í nótt. Vildi helst fara með á spítalann og hringsólaði í kringum hana og reyndi að þrífa hana þegar hún kom heim án mikils árangurs. Sú litla kvæsti á hana og mamma virtist sár. Hún var einhvern vegin alveg eins og við hin, vildi gera eitthvað fyrir litla greyið en gat ekkert gert.

Nú ætlar sætastur að kaupa tryggingar fyrir kisurnar sínar svo lækniskosnaðurinn ætti að fara lækkandi.

3 Comments:

At 01 apríl, 2006 08:32, Anonymous Nafnlaus said...

Er virkilega hægt að tryggja kisur eða ertu bara að stríða alsaklausum lesendum þessarar síðu? Mér þætti gaman að komast í smáa letrið á þeim tryggingum. Þarf ekki að vera vitni að svona árásum? Hvað ef vitnið getur bara sagt „mjá“?

 
At 01 apríl, 2006 11:36, Anonymous Nafnlaus said...

Frábært "comment" hjá libook og ég hlakka til að heyra meira af þessari vitnatöku.

 
At 01 apríl, 2006 14:32, Blogger Rannveig said...

myndi ég grínast með svona lagað? tryggingarnar ná yfir allan lækniskostnað burt séð frá því hvort kisa átti skilið að vera lamin, gekk um ögrandi eða hljóp yfir götu þar sem engin var gangbraut án þess að líta til beggja hliða. Ef lækniskostnaður á ári fer yfir ákveðna upphæð borga tryggngarnar afganginn. rétt eins og þegar mannfólkið kemst á afslátt hjá tryggingastofnun.
Bara þessi eina heimsókn fór langt yfir það sem tryggingarnar hefðu borgað....

 

Skrifa ummæli

<< Home