fimmtudagur, mars 02, 2006

Komin heim

Kaupmannahöfn var ljúf eins og við var að búast. Skítakuldi en ósköp notaleg stemning. Heimsótti vini mína Georg Jensen og Holmegaard með smá viðkonu í Illums boglighus. Verð bara að segja að þeir kunna hönnunina sína þarna í Danmörku. Hefði vel getað eitt svo ósköp miklu meiri pening en ég gerði. Gerði nokkuð góð fatakaup á fjölskyldun nema hvað sú ólétta fékk ekki óléttubuxur sem pössuðu. Gott að vita að hún Dorothy vinkona mín Perkins er farin að búa til óléttuföt.

Hjartans þakkir fyrir afmæliskveðjur og aðrar kveðjur, bæði í sms og bloggi. Og frú Fangor ég held að það sé skyldukaffi um helgina áður en ég hætti hreinlega að þekkja þig í sjón.

Góður matur í Köben. Og líka bjór skilst mér. Það er eitthvað rangt við það að sitja á Hvids Vinstue og sötra sódavatn.

2 Comments:

At 02 mars, 2006 17:42, Blogger fangor said...

hviids án bjórs? það er náttúrulega glatað. stefnum að kaffi hið fyrsta. ég er akkúrat ekki neitt að gera nema vanda mig við að halda krílinu inni aðeins lengur.

 
At 05 mars, 2006 19:32, Anonymous Nafnlaus said...

Heil og sæl. Rataði inn á síðuna þína og þar sem mér hefur reynst gersamlega ómögulegt að senda þér póst beint frá síðunni þá sé ég engin úrræði önnur en að skrifa hér póstfangið mitt í þeirri von að þú skrifir mér nú bréf sem ég get svarað. Ég sé að það er margt sem ég þarf að óska til hamingju með!
Ég á hið virðulega netfang sigurlaugg@egilsstadir.is
Heyrumst, Silla.

 

Skrifa ummæli

<< Home