þriðjudagur, mars 28, 2006

Lagið um það sem er bannað

Af hverju langar mann alltaf í það sem er bannað. Ég er að mestu leyti laus við allt sem heitir löngun í sælgæti og gotterí. Mig langar ekkert í súkkumæru eða brjóstsykur, snakk eða sykurfroðu. Mig langar hins vegar stanslaust í lakkrís. Mig langar í lakkrís með súkkulaði og lakkrís með marsípani, lakkrísbrjóstsykur og lakkrís beint af trjánum.
Og lakkrís má ég alls ekki borða. Ullabara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home