fimmtudagur, apríl 06, 2006

Skrýtni bíll

Bíllinn minn nýji (eða nýlegi) hefur einn sérstaklega skondinn fítus. Þegar rigning er úti og rúðuþurrkurnar á (eins og lög gera ráð fyrir) fer afturrúðuþurrkan í gang í hvert skipti sem ég gef stefnuljós til hægri. Þetta er eflaust einhver bilun og eflaust ætti maður að láta gera við þetta en mér finnst þetta bara svo drepfyndið að ég tími því ekki.

Nema þetta eigi að vera svona.

1 Comments:

At 07 apríl, 2006 13:58, Blogger hronnsa said...

jamm, thetta a ad vera svona. lidur i nyju ataki gegn road rage. svona ert thu nu taeknivaedd!

 

Skrifa ummæli

<< Home