Tóri
Eitthvað hlýtur fólk að vera farið að efast um tilvist mína þar sem ekkert spyrst af mér á öldum bloggvakans. Mig hafa hrjáð ýmis konar kvillar og flensur og vil ég ekki ræða það frekar. Umræðuefnið alls ekki skemmtilegt og ég legg það því ekki á lesendur.
Tókst nýlega hér á síðunni að móðga stórvinkonu mín Völu og biðst ég hér með velvirðingar á því. Það er náttúrulega ekki forsvaranlegt að slá svona um sig með einhverjum vanhugsuðum yfirlýsingum, ekki síst þegar svívirðingarnar beinast gegn Völu Nönn sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég nenni yfirleitt í vinnuna á morgnanna.
Veðrið platar mann upp úr skónum þessa dagana. Það er svo fallegt; sólin skín og himininn er blár eins og litla Ameríkubarnið sagði í útvarpinu um daginn. Þvílíkt Reykjarvíkurundur. Drengurinn sem var ef ég man rétt 13 eða 14 ára og hafði lesið Hobbitann og fengið mikinn áhuga á fornnorrænni menningu og ekki síst íslensku. Ameríkubarnið settist því niður og kendi sjálfu sér íslensku eins og lög gera ráð fyrir. Talaði orðið (að því er virtist) kórrétta íslensku og dundaði sér við að þýða íslenskar barnabækur á ensku; Litla gula hænan og Þorrablót lágu orðið í valnum. Sumt fólk.
2 Comments:
Gott að þú ert komin til baka!
Ertu ekki hress...þrátt fyrir lakkrísbannið?
jú, jú öll að hressast af bæði kvefi og ógleði.
Skrifa ummæli
<< Home