Cure for Pain
Er að hlusta á Cure for Pain með Morphine, það er bara lovely.
Bætti loksins Hörpu vinkonu og hennar fallegu fjölskyldu í Mílanó inn á linkalistann. Löngu tímabært en fyrir þá sem ekki þekkja til hefur hún gengið undir heitinu Hrappur Vessmann í mínum bókum síðan ég horfði á fílinn Blámann í Ríkissjónvapinu þegar ég var krakki og fær því þann virðingartitil á listanum. Ég skoða reglulega síðuna hennar og er orðin nokkuð þreytt á því að fara einhverjar krókaleiðir inn á hana, best að hafa hana bara við höndina.
Langar heim að sofa. Langur dagur í vinnunni í dag og mín orðin nokkuð lúin.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home