mánudagur, febrúar 20, 2006

Leikhús gott

Himnaríkið var algjör dásemd. Léttmeti af allra besta tagi og táraðist ég úr hlátri í allra bestu köflunum. Sérstaklega þóttu mér Guðlaug og Elma Lísa komast vel frá sínu. Ég verð að segja að ég átti ekki von á miklu þegar Elma Lísa komst inn í leiklistarskólann en það segir miklum mun meira um mína fordóma en hæfileika Elmu Lísu. Mér hefur þótt hún koma mér endalaust á óvart og standa vel fyrir sínu bæði í drama og kómidíu. Flott stelpa.

Að leikhúsi loknu skelltum við okkur nokkrar (örfáar reyndar því flestir fóru heim) á Fjörukrána sem er svo hentuglega staðsett við hliðina á þessu nýja og bráðskemmtilega leikhúsi þeirra Gaflara. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur að Fjörukráin megi muna sinn fífil fegri án þess þó að vita það fyrir víst því þar hef ég eginlega aldrei komið áður. Tveir félagar, óskaplega lélegir báðir, léku fyrir dansi og sögðu þess á milli þá afleitustu brandara sem ég hef heyrt lengi. Söfnuðurinn í kránni var heldur ekki upp á marga fiska og var mér allri lokið þegar maður nokkur, kominn af léttasta skeiðinu með bæði ístru og skalla og óeðlilega fáar tennur í munninum, vatt sér að mér, greip þéttingsfast í handlegginn á mér (svo ég fann til) og sagði mér í óspurðum fréttum að hann langaði nú bara til að ríða mér. Ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við þessar upplýsingar, var jafnvel að hugsa um að segja honum að það væri svo sem óþarfi, það væri búið!

Ég afréð hins vegar að halda heim á leið, þ.e. eftir að ég hafði skutlað stöllum mínum í stuðið á Players. Það er nú samt gott að vita að maður getur enn eignast aðdáendur, ikke?

12 Comments:

At 20 febrúar, 2006 16:40, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er færsla ársins að mínu mati; tær snilld ;)

Ein tæknispurning, af hverju get ég ekki notað eftirtalda stafi í fyrirsagnir á bloggsíðunni minni: á, é, í, ó, ú, ý? Allir aðrir virðast geta það :-S

 
At 20 febrúar, 2006 18:36, Blogger fangor said...

oj, einhverjir hefðu nú lamið manninn kurteislega utan undir. í það minnsta látið vísa honum á dyr. en það er svosem ekki við betra að búast þegar fólk asnast inn á fjörukránna. það er svona álíka geðslegt lið og á vitabar. og fór svo liðið á players..? við verðum að fara að drekka saman kaffi. hvað verður það næst? ball á kringlukránni? gullöldin í grafarvogi..? ég örvænti um félagsvitund yðar frú raritet.

 
At 23 febrúar, 2006 10:07, Blogger Rannveig said...

fjörukráin varð náttúrulega fyrir valinu af því að hún er við hliðina á leikhúsinu og þetta gamla lið vill auðvitað alltaf fara á payers...

blogger hefur alltaf leyft mér að nota íslenska stafi svo ég veit ekki hvað er til fyrirstöðu. þú verður að spytja mér reyndari og greindari konur.

 
At 24 febrúar, 2006 08:43, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Rannveig!
Til hamingju með afmælið og góða skemmtun í Köben.

Kossar og knús, Ólína og co

 
At 24 febrúar, 2006 17:46, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn.
Kveðja frá liðinu í Dvergabakkanum.

 
At 25 febrúar, 2006 14:11, Blogger fangor said...

innilega til hammó með ammó í gær, ég er náttúrulega utan við mig eins og fífl og gleymdi að hringja. ég beygi höfuð mitt í skömm og sæki um tíma til uppbótarkaffis..

 
At 27 febrúar, 2006 12:33, Anonymous Nafnlaus said...

Til Hamingju með afmælið Stelpa.

 
At 27 febrúar, 2006 15:41, Anonymous Nafnlaus said...

Já og innilega til hamingju með stækkun fjölskyldunar :-)
Vona að allt gangi vel.

 
At 28 febrúar, 2006 23:33, Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdi að senda þér afmæliskveðju, sorry. Er það svo ekki Lindusinn sem á afmæli 1. mars?

 
At 02 mars, 2006 14:38, Blogger Rannveig said...

gott ef að lindusinn, sem ég hitti einmitt í köben, á ekki einmitt afmæli í dag. í það minnsta óskaði ég henni fyrirfram til hamingju.

 
At 02 mars, 2006 14:39, Blogger Rannveig said...

nei sko í gær meina ég...

 
At 16 mars, 2006 11:04, Anonymous Nafnlaus said...

"og þetta gamla lið vill auðvitað alltaf fara á players..." Jáhá þar fékk maður það óþvegið!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home