þriðjudagur, apríl 11, 2006

Hressileg kona

Var að koma úr hressilegum göngutúr. i-podinn minn þurfti að láta viðra sig aðeins. Það merkilega við þennan göngutúr var að alla jafna þegar ég viðra i-podinn set ég eitthvert hreinræktað og hressilegt rokk í hann. Hélt að það væri betra að halda sig við efnið í göngunni með eitthvða kraftmikið í eyrunum. Síðast náði ég til að mynda að hlusta á heilan disk með The Donnas. Að þessu sinni setti ég hins vegar Jeff Buckley á og þrammaði út í sólina og kuldann. Og viti bara menn, það svínvirkaði. Það var næstum eins og að sameina það tvennt sem ég þarf mest á að halda þessa dagana, hreyfingu og góða slökun.

Erum að fara í gegnumlýsingu á eftir, ætlum að láta kíkja í pakkann. Kolfinnu atkvæði réði úrslitum í þeirri rimmu. Sætastur vildi vita en ekki ég svo krílið reið baggamuninn.

1 Comments:

At 13 apríl, 2006 20:26, Anonymous Nafnlaus said...

Á að drepa mann úr forvitni? Hvort er það stelpa eða strákur?

 

Skrifa ummæli

<< Home