föstudagur, maí 06, 2005

Föstudagur til spleuuöö

Hafði tíma að drepa í vinnunni minni rétt á meðan þarfasti þjónninn, ljósritunarvélin, étur upp eitt huggulegt rjóður úr regnskógi. Notaði auðvitað tíman og bætti Hrönnsu pönnsu í Íþöku við á linkalistann minn, long overdue, og lagaði örlítið Ástþór hinn hörundsára. Nú finnst mér þetta bara nokkuð fínt en ef fólk hefur einhverjar athugasemdir er því frjálst að halda þeim fyrir sig....... Nú eða benda mér á og ég tek kannski tillit til þeirra.

Viðbrögð við síðasta pósti og „Dauðanum í líki bæjarstjóra“ hafa vægast sagt valdið vonbrigðum og benda eindregið til að fólki hafi alls ekki þótt þessi setning jafn stórundarleg og drepfyndin og mér þótti hún. Nema náttúrulega að ég hafi með bloggleti á mjög háu stigi fyrirgert rétti mínum til að líta svo á að hingað á síðuna komi nokkurn tíma einhver og lesi það sem ég hef fram að færa. Og ég sem er búin að vera svo dugleg upp á síðkastið.

Helgin sem er framundan fer mjög sennilega í að rækta mitt innra magasár (innra til aðgreiningar frá því ytra, það er ekki hægt að ímynda sér hversu ég er akkúrat núna að veltast úr hlátri yfir þessum brandara) í stressi yfir yfirvofandi samræmdu prófi. Helvítis prófið hefur þvílík áhrif á allt skólastarf að ég lít svo á að geta mín, starfsvitund og framistaða standi og falli með niðurstöðum þessa eina prófs. Þvílík firra.

Kannski ég reyni lík að kíkja í bíó og sjá Arthur, Marvin og félaga og að sjálfsögðu verður farið í formúluboð sem að þessu sinni verður í Grafarvogi. Næstu formúluboð verða sennilega þar líka í tilefni af afkvæminu sem ekki fer mikið að vísitera svona til að byrja með.

3 Comments:

At 06 maí, 2005 18:35, Anonymous Nafnlaus said...

Mér stökk ekki bros á vör við orðin "Dauðanum í líki bæjarstjóra" en þetta er væntanlega bara vegna malheltu, þetta þyðir samt ekki að ég LESI ekki bloggið.

Hinsvegar oska ég eftir myndir af Prinsinum af Grafarvogi...eða í það minnsta slóð á mynda albúm.

Svo að lokum vil ég vitna í Orðabók sem ég áskotnaðist í útskriftargjöf, svona í tilefni helgarinnar....

bindindismaður, k, veikgeðja persóna sem fellur í þá freistingu að neita sér um ánægju. Alger bindindismaður er sá sem er í bindindi gegn öllu nema bindindi og einkanlega gegn afskiftaleysi annarra.

 
At 06 maí, 2005 21:48, Blogger hronnsa said...

ae, eg var svo kleprud sjalf i morgun ad eg spurdi minn mann i svefnrofunum "was it a warm gun or a loaded gun?" og vid svarid "no gun" fra honum ad tha sneri eg mer vist bara a hina hlidina og helt afram ad hrjota. er enntha ad reyna ad fatta thetta. byrja ad hlaeja ad thinum brandara um leid og minn er buinn. *lofa*

 
At 07 maí, 2005 16:41, Blogger Rannveig said...

það hefur nú bara verið einhver snillingur sem gaf þér svona svaka fína orðabók í útskriftargjöf (he he). Er á leiðinni í grafarvoginn á morgun og hyggst taka myndavélina með, lofa myndum strax á sunnudag ef ég verð dugleg.

 

Skrifa ummæli

<< Home