Draumfarir undarlegar
Vaknaði í morgun með orðin „Dauðinn í líki bæjarstjóra“ á vörunum. Ég get ekki með nokkru móti munað í hvaða samhengi þessi orð urðu til en merkileg eru þau. Fyrst datt mér auðvitað Gunnar Birgisson í hug en mundi þá að hann er ekki bæjarstjóri heldur Hansína, systir hans Tolla Björgvins og hún er ekki svo slæm. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort þetta væri Ásdís Halla af því hún flutti sig til Byko eða barbiedúkkan í Reykjanesbæ en ég er engu nær. Allar tillögur að útskýringu á þessum leyndardómi er vel þegnar og ég minni á að þeim mun langsóttari þeim mun betri.
Uppáhalds bæjarstjórinn minn er auðvitað enn þá Bastían (sem var nú reyndar bæjarfógeti eða byfogede á frummálinu).
Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home