föstudagur, apríl 29, 2005

Kjartan Karl Gunnarsson (eða verður hann Elvisson) úr Gafarvoginum lætur eitthvað bíða eftir sér. Var að spjalla við mömmu hans sem var á röltinu á einhverjum umferðareyjum í nágrenni spítalans í von um að flýta aðeins fyrir. Henni heilsaðist glettilega vel þrátt fyrir að vera talsvert lúin. Ég sagði að við myndum öll glöð taka á okkur einhvern hluta af þessum ólátum ef hægt væri en þetta kemur nú til með að lenda mest á henni og við reynum bara að senda strauma.
Straum...straum...straum...straum.

Er það ekki á þessum tímapunkti sem er gott að kveikja á ilmkertum, hlusta á hvalasöng og gljábóna áruna sína? Eða er það kannski á þessum sem maður vill helst fá einn sterkan, sígó og Nirvana á fóninn. Ég bara man það ekki lengur, það er svo langt síðan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home