sunnudagur, maí 01, 2005

Gleðilegan kommúnistadag

Það bar helst til tíðinda í dag að loksins kom í heiminn barnið sem beðið hefur verið með óþreyju jafnt á Þórsöfn, Ísafirði, Reykjavík og í Kópavogi. Drengurinn sem er búinn að láta bíða eftir sér síðan á föstudag fæddist klukkan u.þ.b. hálf þrjú í dag og heilsast móður og barni vel þrátt fyrir að vera talsvert úrvinda. Drengurinn var stór og stæðilegur þrátt fyrir að vera talsvert á undan áætlun enda móðir hans ekki þekkt fyrir neina háfvelgju.

Er búin að vera að dúlla við síðuna mína, með aðstoð sætaststststs, og finnst hún bara dáldið fín núna. Er nú dálítið efins með þessa mynd þar sem ég er bæði með frunsu og poka undir augunum en áðurnefndur sætastur var þeirrar skoðunar að þetta væri dásamleg mynd af hans heittelskuðu. Sýnir náttúrulega fyrst og fremst hversu veruleikafirrtur hann er. Hann er líka ósköp stoltur af nýju fínu síðunni sinni enda hann ósköpin öll krúttlegur á sinni mynd.

Í tilefni dagsins sem er nú að kveldi kominn vil ég biðja öreiga allra landa um að sameinast um að koma sér í háttin og býð góða nótt að vanda.

Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

1 Comments:

At 02 maí, 2005 22:04, Blogger hronnsa said...

iss mer finnst thu bara fin. og velkomin aftur. :)

 

Skrifa ummæli

<< Home