fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Er ekki rétt að setja eitthvað inn. Bara af því að þessi dagur er nú kominn enn eina ferðina. Nenni samt ekki að segja neitt gáfulegt núna, það er nefninlega kaffitími og á kennarastofunni minni er bæði hægt að fá nýmalað ilmandi gæðakaffi úr flottri kaffivél og svo er þar líka vatnsgræja sem býður upp á hlandvolgt vatn, ískalt vatn og sódavatn. Geri aðrir betur.

4 Comments:

At 24 febrúar, 2005 14:29, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ vinkona!!
Innilega til hamingju með daginn!! Hvar er annars boðskortið mitt í brúðkaupið???
Luv Harpa

 
At 24 febrúar, 2005 14:32, Anonymous Nafnlaus said...

Ég get nú ekki verið síðri en Harpa...ætli maður verði ekki líka að óska þér til hamingju með daginn á heimasíðunni. Kyssi þig svo á laugardaginn.
Er Kjartan búinn að vera góður við þig..??

Kiss, kiss,
Kristín

 
At 25 febrúar, 2005 13:15, Blogger Rannveig said...

kjartan gaf mér fullt af gjöfum og eldaði handa mér góðan mat svo ég held að hann sé búinn að standa sig nokkuð vel.
hlakka til að sjá þig á laugardaginn.
hvernig hefur bumbubúinn það harpa?

 
At 07 mars, 2005 10:00, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, það gengur vel með bumbubúann.... sparkar reyndar svolítið mikið í mig en ég læt mig hafa það!!

 

Skrifa ummæli

<< Home