mánudagur, febrúar 21, 2005

Já svo var það þetta blogg sem ég var alveg búin að steingleyma. Það er svo svakalega mikil hamingja í hjartanu á mér í dag að ég veit varla hvað ég á við mig að gera. Mig langar að fara út og hlaupa um götur Kópavogs syngjandi og garagandi af kátínu. Þess í stað þarf ég að sitja við tölvuna og senda kvörtunarbréf til foreldra og ekki einu sinni það megnar að draga niður í góða skapinu. Merkilegt hvaða áhrif gott veður getur haft á mann. Svo auðvitað hjálpar til að ég er búin að fá miða á Izzard, ég á afmæli í vikunni, það styttist í formúlu, Tumi og Heiða eru á Suðurlandi og það eru bara þrjár vikur þangað til ég fer til Ítalíu.

Þetta finnst mér nú bara dágott og ætti að endast mér til að hafa hamingjuhálfvitabros á smettinu á mér í allan dag. Eða í það minnsta þangað til ég kem heim og sé að sætastur er hvorki búinn að vaska upp eða hengja upp úr þvottavélinni ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home