Nú er orðið svo langt síðan að ég hef bloggað að það má kallast heppilegt að ég muni að gangsorðin mín. Svo má það líka kallast þjóðlegasti siður þett'að pota útsæðinu niður, útí garði undir morgunsól tra la la la...
Mín alltaf í góðum sköpum á föstudögum. Efst á mínum „þarf að gera“ lista í dag er auðvitað að óska ammælisbarni dagsins til hamingju með daginn. MD ég elska þig, dái og þrái frá haus niðrí tær. Nú krefst ég þess að fara að njóta samvista við þig sem allra fyrst ég held að það séu komnir talsvert margir mánuðir.
Æ æ nú hef ég ekki meiri tíma í bili, þarf að lesa upp eina stafsetningaræfingu. Ég er nefninlega að kenna. Umsjónarbekkurinn minn er bara svo rosalega vel alinn að það má segja að þau séu sjálfbær, ég segi þeim að gera eitthvað og þau gera það í tímanum í fullkomnum rólegheitum. Það gengur hins vegar illa að láta þau vinna upplestur ein og með sjálfum sér.
brb.
2 Comments:
ég sakna þín, mín kæra raritet.
Takk fyrir kveðjuna! :D Þetta er alveg hætt að vera sniðugt - nú verðum við að fara að skipuleggja hitting! Hvernig væri dinner við tækifæri eða Formúlubrönns?
:)
MD
Skrifa ummæli
<< Home