föstudagur, apríl 22, 2005

Hef afráðið að blogga í dag. Er búin að setja inn einu sinni langa og skemmtilega færslu þar sem ég lýsti því fjálglega að Ítalíuland væri fallegast í heimi og þar vildi ég búa en sú færsla hvarf í ginið á bloggmann og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Ég nenni ekkert að hafa fleiri orð um það bella italia og basta....

Nú þurfa allir sem ég þekki og þekkja mig að senda litlu sjútlingunum mínum góða strauma. Elfa er búin að klára öll innyflin sín og þau hafa sagt starfi sínu lausu. Ég held að mjög fáir innkirtlar virki í hennar líkama akkúrat núna. litli kútur kúlubúi hefur það samt fínt og stefnt er á að hjálpa honum að koma í heiminn í næstu eða þarnæstu viku örlítið á undan áætlun en svo sem innan leyfilegra skekkjumarka.

Hinn sjútlingurinn minn er kominn á kvennadeildina eina ferðina enn og ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er þar. Ég veit það eitt að þessu verður að linna og þess verður að linna. Því hvet ég til allar góðar vættir og slæmar líka ef það hjálpar eitthvað og krefst þess að þetta hætti.

Á mínu heimili er fjölgunar von.











Plataði ykkur núna. Ég er ekki ólétt tíhí en það varð einhver misskilningur með pilluna handa kisu (miskilningurinn verandi nátturúlega sá að ég gleymdi að kaupa hana) og svo óheppilega vildi til að þessi líka huggulegi piltur (af norskum ættum) gerði sér dælt við hana svo nú er ég örugglega að verða amma. Ef einhver hefur áhuga þá ætti hún að verða léttari einhverntíma í júnilok.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home