Fallegur er hann
Fór í gær og kíkti á prinsinn nýfædda. Fallegra barn hef ég ekki séð lengi. Ég held að það hljóti að hafa verið einhver misskilningur að hann hafi átt eftir tæpar þrjár vikur í bumbunni. Hann var svo fínn og tilbúinn greindarlegur á svip og með fallegann hárlubba. Ég held að bjölluhljómurinn í eggjastokkunum mínum hafi heyrts alla leið upp í Breiðholt.
Ég gæfi mikið fyrir að vera komin með símblogg (eins og md bauðst til að gera fyrir mig hérna um árið) því ég er með glæsilega mynd af honum í símanum mínum. Ég verð hins vegar að bíða þar til ég fæ venjulega mynd með að skella honum hér inn á síðuna.
Samræmdu nálgast, íslenskan fyrst núna á mánudaginn. Nætursvefninn minnkar aðeins eftir því sem nær dregur og magasárið hefur heldur verra af. Þeir sem vilja vera vinir mínir ættu að vera í startholunum eftir 9. mai því þá fer að hægjast um hjá mér.
10 dögum seinna er svo júróvisíjón. Ég auglýsi hér með eftir júróvisíjónpartýi, nema ég haldi sjálf, hver veit. Júró og karó, hlómar það ekki grjótmyljandi vel?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home