Ó þú sæli...
...nætursvefn. Við mæðgur sváfum loksins eins og rotaðar í alla nótt. Mikið ljúft, mikið gott. Þetta kom reyndar í kjölfarið á vöku frá miðnætti til tvö í eftirmiðdag þar sem daman argaði stanslaust. klukkan tvö fékk hún svo stíl og sofnaði loksins. Við fórum með hana til læknis og hún reyndist vera með smávegis sýkingu í hálsinum. Ekkert alvarlegt ætti að jafna sig strax. Hún er líka strax betri í dag.
OG VIÐ ERUM LÍKA BÁÐAR ÚTSOFNAR.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home