Allt gott.
Þá eru liðnar tvær vikur síðan Iðunn Ösp kom í heiminn og ég öll að skríða saman. Barnið lét bíða eftir sér og var þess vegna orðið nokkuð stórt og ekki laust við að eitthvað yrði að láta undan þegar hún ruddi sér leið inn í veröldina. Ég skal ekki kvelja ykkur með smáatriðum en það þurfti talsvert að bródera móðurina sem hefur ekki getað setið við tölvuna með góðu móti fyrr en nú.
Iðunn Ösp dafnar ljómandi vel og er alla jafna ákaflega ljúf og róleg en því miður hefur maginn aðeins verið að stríða henni svo að hún er dálítið óvær snemma nætur og sofnar oft ekki fyrr en klukkan 2. Hún bætir fyrir það með því að sofa fram að hádegi en þá nýtist nú dagurinn ekki í mikið annað en að sofa og sinna systrunum. Sennilega er það líka mikilvægast svo það skiptir ekki öllu hvort það er þurrkað af eða straujað.
Ég þakka fyrir allar kveðjurnar. Rosalega gaman að heyra í ykkur öllum. Myndbandið hér að neðan var sett inn svo þið gætuð ímyndað ykkur sætastann dansandi um gólfið með nýfædda dóttur sína í fanginu við þetta dásamlega lag. Það er sko bara krúttlegt.
1 Comments:
Til hamingju með Iðunni Ösp. Ég kem í heimsókn, fimmtudaginn 12.október. ástin og lífið
Skrifa ummæli
<< Home